Þriðjudagur 24. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Illugi sýnir okkur hvað við erum lítil: „Maður lifandi, allt það furðulega líf!“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Illugi Jökulsson fjölmiðlamaður með meiru er hafsjór af fróðleik, það vita allir sem vilja vita. Í nýjustu færslu sinni á Facebook kemur hann með fróðleik sem sýnir okkur hversu agnarsmá við mannfólkið erum í stóra samhenginu.

Í færslunni birtir Illugi gullfallega ljósmynd af fimm stjörnuþokum sem kallast Kvintett Stefáns. Segir hann ómögulegt að segja til um fjölda sólstjarna innan Kvintettsins en að þær gætu talið hvorki meira né minna en 500-700 milljarða. Færsluna og ljósmyndina ótrúlegu má sjá hér að neðan:

„Heimurinn er frekar stór. Hér eru fimm stjörnuþokur sem mynda hópinn Kvintett Stefáns. Ein þeirra, sú í miðið vinstra megin, er reyndar miklu nær okkur en hinar fjórar sem eru á sama svæði og eiga í kröppum dansi um víðáttuna. Engin leið er að segja til um fjölda þeirra sólstjarna sem tilheyra Kvintettinum en þær gætu verið 500-700 milljarðar. Og um sólirnar snúast þúsundir milljarða reikistjarna. Og allt það furðulega líf sem þar þrífst, maður lifandi, allt það furðulega líf!“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -