Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-3.4 C
Reykjavik

Illugi varð vitni að búðarþjófnaði: „Ég ákvað að hringja ekki í lögregluna“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Illugi Jökulsson varð vitni að þjófnaði í túristabúð.

Fjölmiðlamaðurinn og örsögusmiðurinn Illugi Jökulsson birti eina af sínum skemmtilegu örsögum á Facebook í gær en þar segist hann hafa orðið vitni að búðarþjófnaði.

„Í kvöldhúminu uppá götuhorni áðan stóðu þrír ferðamenn og voru að skoða eitthvað sem ögn flóttaleg kona var að baxa við að draga upp úr kápuvasa sínum.

„Tókstu þetta úr búðinni!“ sagði karlmaður á innsoginu.
„Stalstu þessu?“ sagði önnur kona víðáttuhissa. Konan í kápunni glotti og bjóst til að sýna þeim feng sinn.“ Þannig hófst færslan góða.

Illugi segist hafa velt fyrir sér hvort hann ætti að hringja í lögregluna.

„Nú sá ég fram á erfitt sálarstríð. Þetta virtist einkar viðkunnanlegt fólk en ef konan hafði verið að stela verðmætum úr verslun, bar mér þá ekki siðferðileg skylda til að hringja umsvifalaust í lögregluna?
Um leið og ég gekk framhjá sá ég hverju konan hélt á. Þetta var minnsta gerðin af tuskulunda.
Ég ákvað að hringja ekki í lögregluna.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -