Veðbankar spá Íslandi fimmta sæti í Eurovision-söngvakeppninni í ár.
Í gær komust þau Hera, Bashar og Sigga Ózk áfram úr undankeppni söngvakeppni RÚV og bætast því í hóp þeirra sem keppa til í úrslita.
Þegar það kvisaðist út í janúar að Palestínumaðurinn Bashar Murad myndi taka þátt, rauk Ísland í fyrsta sæti í spám veðbanka um næsta sigurvegara Eurovision en Úkraína var í öðru sæti en vefsíðan eurovisionworld.com heldur utan um ýmsa tölfræðispár keppninnar. Í byrjun febrúar var Ísland fallið niður í fjórða sæti lista veðbankanna, einu sæti fyrir ofan umdeilt framlag Ísraels og Úkraína var komið í fyrsta sætið. Og nú er svo komið að Ísland er komið niður í fimmta sæti yfir líklegustu sigurvegara keppninnar sem haldin verður í Malmö í Svíþjóð í maí. Er Ísland talið hafa fimm prósent líkur á sigri en Úkraína heil 18 prósent.
Veðbankar spá einnig fyrir um sigurvega úrslitakvölda í hverju landi fyrir sig en hvern telja þeir muni verða sigurvegarinn hér á landi? Bashar Murad er talinn hafa 54 prósent líkur á sigri en næst kemur Aníta með 15 prósent og síðan Væb með 13 prósent líkur.