Miðvikudagur 25. desember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Íslandsvinurinn Rebel Wilson giftist unnustunni: „Ég hélt að ég væri að leita að Disney prins“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Leikkonan og Íslandsvinurinn Rebel Wilson gekk að eiga Ramonu Agruma í Sardiníu á laugardaginn.

Á ljósmyndum sem teknar voru í brúðkaupi þeirra sjást þær haldast í hendur í hvítum kjólum með blóm í hárinu og blik í augum.

Brúðkaup Rebel og Ramonu hefur haft langan aðdraganda en Rebel opinberaði samband þeirra árið 2022 þegar hún birti ljósmynd með yfirskriftinni: „Ég hélt að ég væri að leita að Disney prins … en kannski það sem ég þurfti virkilega allan þennan tíma var Disney prinsessa.“

Rebel Wilson naut sín í náttúrulaug á Íslandi sumarið 2022.
Ljósmynd: Instagram-skjáskot

Þær trúlofuðu sig á Valentínusardaginn árið eftir en spurningin var borin upp fyrir utan Þyrnirósarkastalann í Disneylandi í Kaliforníu.

Rebel eignaðist dóttur sína, Royce, með hjálp staðgöngumæðrun á milli þess að tilkynnt var um samband hennar og trúlofun þeirra og er Ramona nú annað foreldri Royce.

 

- Auglýsing -

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -