Föstudagur 14. febrúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Ísleifur ósáttur við gagnrýni um miðaverð á Smashing Pumpkins: „Barist um öll sætin“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri Senu Live, er allt annað en sáttur við frétt Mannlífs frá því í gær þar sem er fjallað er um miðaverð á væntanlega tónleika Smashing Pumpkins og „VIP“ pakka sem hægt er að kaupa. Kaupi fólk dýrasta miðann á tónleikanna og dýrasta „VIP“ pakkann þarf viðkomandi að greiða rúmar 100 þúsund krónur.

Sjá nánar: Stórfurðulegt verðlag á tónleika Smashing Pumpkins í Laugardalshöll vekur athygli: „Þetta er drasl“

„Þið eruð greinilega búnir að kynna ykkur VIP pakkana á vefsíðu okkar eða Tix og það ætti að vera nokkuð augljóst af framsetningunni þar að VIP pakkarnir eru á vegum þessa fyrirtækis,“ sagði Ísleifur við fyrirspurn sem Mannlíf sendi Senu Live um tónleikanna. Vildi Ísleifur meina að fréttin væri skrýtin.

„Þau vinna beint fyrir listamennina. Við höfum ekkert með þessa VIP pakka að gera eða segja og höfum engar tekjur af þeim. Það eru þau sem ákveða innihald, fjölda og verð. Og við höfum ekkert frekara info um innihald þeirra en kemur fram á vefsíðunni. Og eins og skýrt kemur fram á vefsiðunum þá skal beina fyrirspurnum til þeirra.“

Rétt er að taka fram að í frétt Mannlífs er hvergi sagt að Sena Live beri ábyrgð á þessum „VIP“ pökkum heldur aðeins að ekki fram í auglýsingum hvað sé í „merch“ pakkanum sem er hluti af „VIP“ pakkanum.

Dýrasti VIP pakkinn

Þá hafði Mannlíf einnig samband við mann sem hefur mikla reynslu á að flytja inn erlenda tónlistarmenn til landsins og þótti honum viðskiptahættirnir í kringum tónleikanna ósmekklegir. Ísleifur gaf lítið fyrir ummæli hans.

- Auglýsing -

„Þessi ónefndi maður sem þú vitnar í virðist nú ekki vita um mikið um bransann því ef einhver hefur „mikla reynslu í að flytja inn hljómsveitir“ þá ætti viðkomandi að fatta strax að það er ekki local tónleikahaldarinn sem er að stjórna þessum VIP pökkum heldur þetta fyrirtæki sem er augljóslega skráð fyrir þeim og vinnur alltaf beint fyrir listamennina.

Í framhaldi af þessari grein ykkar og komment um miðaverðið þá vil ég upplýsa þig um að þegar salan hófst í morgun þá var barist um öll sætin, including sætin sem kosta 50þ kall. Öll sætin kláruðust með hraði og þegar þetta er skrifað þáu eru örfáir miðar eftir í stæði og stutt í það verði með öllu uppselt.

Ég treysti því að ykkur þyki það jafn áhugavert og að þið birtið frétt um það sem fyrst að slegist hafi verið um 50þ kr. sætin.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -