Út er komið nýtt lag til stuðnings Úkraínu en höfundur lags og texta er Idol-stjarnan fyrrverandi, Gísli Hvanndal Jakobsson.

Mynd: Aðsend
Gísli Hvanndal Jakobsson hefur nú gefið út glænýtt lag en hann sló heldur betur í gegn í Idol Stjörnuleit með laginu Álfar eftir Magnús Þór Sigmundsson, árið 2004. Nú snýr hann aftur með glænýtt frumsamið lag en hann samdi einnig textann, sem er um stríðið í Úkraínu. Lagið heitir Fallen Angerls of Ukraine.
Sönginn annaðist Gísli sjálfur og er trommunum var Valgarður Óli Ómarsson. Thiago Trindade Silveira lék á rafgítar en upptöku stjórnaði Magnús G Ólafsson en hann spilaði einnig á önnur hljóðfæri. Hljóðblöndunin var í höndum Trausta M. Ingólfssonar.
Hægt er að horfa á textamyndband við lagið hér fyrir neðan.