Laugardagur 23. nóvember, 2024
-3.2 C
Reykjavik

Íþróttamenn sárir úr í Jón Gnarr: „Mæli með því að þú prófir áður en þú úthúðar stéttinni“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Grínistinn Jón Gnarr hitti á veika bletti manna sem spila eða hafa spilað sem markmenn í knattspyrnu. Hann gerir grín að hlutverkinu í nýlegu tísti sínu:

„Getur nú varla verið erfitt starf að vera markmaður, hanga á sama stað einsog aumingi og horfa á aðra sprengja sig á hlaupum. hoppa smá og henda sér jörðina nokkrum sinnum. eru meira að segja með e-a asnalega hanska á höndunum og eru örugglega að berjast fyrir að fá hjálma. rugl!,“ segir Jón Gnarr glettinn á Twitter.

Jón fær ýmis viðbrögð við tístinu þar sem ýmsir hlæja að fulllyrðingum grínistans. En það gera ekki allir og er Þór nokkur á meðal þeirra óánægðu. „Hefurðu prófað að vera í marki? Mæli með því að þú prófir það áður en þú úthúðar stéttinni – hvort sem það á að vera „fyndni“ eða ekki,“ segir Þór ákveðinn.

Og annar maður sem greinilega hefur leikið í marki í knattspyrnu tjáir sig þar undir: „Sú var tíðin að markmenn voru álitnir algjörir weirdos, æfðu ekki einusinni með liðum sínum. En sú staðreynd að markmaðurinn er aftast, með fullkomna yfirsýn, gerir okkur að mjög góðum liðstjórnanda,“ segir viðkomandi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -