Tónlistarsjéníið Jack White féll fyrir stúlku og vildi að allur heimurinn vissi það. Á dögunum kom rokkarinn sérkennilegi aðdáendum sínum hressilega á óvart á tónleikum.
Jack White sem fyrst sló rækilega í gegn með tveggja manna hljómsveitinni The White Stripes, hélt sína fyrstu tónleika í tónleikaferð hans Supply Chain Issues, í Masonic Temple Theatre í heimaborg hans, Detroit. Voru þetta tónleikar sem áhorfendur muna eftir það sem eftir er. Sagt er frá þessu á E! Online.
Í lokalagi tónleikanna söng Jack slagara The White Stripes, „HoAllar færslurtel Yorba“ með kærustu sinni sem spilar með honum, Oliviu Jean. Í myndbandi sem tekið var af atriðinu heyrist Jack segja eftirfarandi orð: „Ég er með spurningu handa þér, Olivia Jean. Viltu giftast mér?“ Olivia sést þá tárvotur grípa um andlit sitt, sýnilega hissa á þessu óvænta útspili rokkarans, rétt áður en hún svo kinkaði kolli. Dregur þá Jack hringur á fingur Oliviu og faðmar hana undir dynjandi lófaklappi áhorfenda.
Ekki lét Jack nægja að trúlofast á sviðinu því eftir að parið kom aftur á sviðið eftir uppklapp tóku þau sig til að giftu sig fyrir framan æstan áhorfendaskarann.
Það var Ben Swank, einn af stofnendum Third Man Records útgáfufélagsins sem gaf þau saman en hann er með réttindi til þess. Móðir Jack, Teresa Gillis og fleiri fjölskyldumeðlimir voru á sviðinu ásamt hljómsveitarmeðlimum hjónanna. Bað Jack um blessun móður sinnar yfir ráðahagnum sem hún veitti honum. Um er að ræða þriðja skiptið sem Jack White giftir sig en áður var hann giftur Meg White og Karen Elson