Föstudagur 10. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Jason Momoa á bossanum í Jimmy Kimmel Live: „Finnst reyndar ekkert gaman að klæðast fötum lengur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Áhorfendur spjallþáttarins Jimmy Kimmel Live fengu aldeilis eitthvað fyrir peninginn í gær er kyntröllið Jason Momoa mætti sem gestur. Hinn 43 ára Aquaman-leikari mætti í búning sem hann klæðist í Netflix-myndinni Slumberland, fjólublá satín náttföt og bleik flauelsúlpa með glansandi skreytingum.

En Momoa var ekki lengur í þessari múnderingu og áður en áhorfendur vissu af stóð hinn glæsilegi maður með beran bossann fram í salinn. Var hann með þessu uppátæki að vísa í nýja Instagram-færslu sem setti internetið á hliðina en þar sést hann veiða stærðarinnar fisk ásamt vinum sínum, íklæddur hefðbundnu havaísku malo-pilsi sem faldi illa beran bossann hjá leikaranum hárfagra.

„Ég er að leika í þáttum. Ég skapaði þá, skrifaði handritið, leikstýri þeim og framleiði þessa Apple þáttaseríu sem kallast Chief of War og þeir gerast á Havaí um 1780-1790. Þetta er það sem ég klæðist alla daga. Ég var að gera mig tilbúinn fyrir hlutverkið og þurfti að tana á mér skjannahvíta bossann,“ útskýrði Momoa.

Ok, hann mætti alveg tana bossalinginn aðeins lengur.

Momoa sagðist elska þetta einfalda útlit. „Mér finnst reyndar ekkert gaman að klæðast fötum lengur. Ég er í þessu á hverjum degi. Ég klæðist þessu alltaf.“

„Ertu klæddur þessu undir fötunum núna?“ spurði Jimmy Kimmel.

„Auðvitað,“ svaraði hann og sýndi á sér tanaðan rassinn. Og áhorfendur misstu það í öskrum og gráti. Enda er þetta Jason Momoa.

Hér má sjá herlegheitin en fólk er vinsamlegast beðið um að setjast niður áður en horft er á þetta, öryggisins vegna:

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -