Hollywood leikarinn Jason Statham keypti sér „strandhús“ á Malibu árið 2009 eftir að hafa heimsótt vin sinn, sem var búsettur þar. Þrátt fyrir stuttan umhugsunarfrest á fasteignakaupunum kom það til með að vera rétt ákvörðun fyrir hann og fjölskylduna. „Ég hafði verið lengi í L.A. en ég hugsaði bara: Þetta er staðurinn sem ég vil búa,“ sagði Jason í viðtali við Architectural digest. Húsið í Malibu er ekkert slor en sjón er sögu ríkari.
Þegar kom að því að innrétta tók Jason að sér verkefnið sjálfur. „Hönnuður mun bara setja inn það sem hann vill og þú endar á að þurfa að lifa með því,“ sagði hann í viðtalinu. Ljóst er að leikarinn er mikill smekkmaður.
Jason sagðist „heltekinn“af því að vera með klassísk, dönsk húsgögn, á nýja heimilinu. Þekkja eflaust sumir þá hönnun sem sést á myndunum.
Ljósir litir, bjart og algjörlega truflað útsýni.
Svefnherbergið er í sömu lita tónum og stofan. Fáir, fallegir hlutir og ekkert sem truflar augað.
Eldhúsið kemur á óvart. Svartar innréttingar og stál er andstæðan við herbergin hér á undan. Ekki fyrir alla – en töff.
Endum innlitið á útliti – Þessi verönd er draumi líkust.