Föstudagur 10. janúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

Jim Carrey er afar ósáttur við Hollywood: „Mér varð óglatt við að sjá standandi lófaklappið“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Jim Carrey var ekki skemmt yfir kinnhesti Will Smith og jafnvel enn hneykslaðri á viðbrögðunum sem fylgdu á eftir.

Hinn bráðskemmtilegi og hæfileikaríki leikari Jim Carrey var að kynna nýjustu kvikmynd sína, Sonic The Hedgehog 2 í viðtali hjá Gayle King í þættinum CBS Mornings í fyrradag. Talið barst að næst frægasta kinnhesti heims, á eftir kinnhesti Gunnars á Hlíðarenda, er leikarinn Will Smith sló grínistann Chris Rock í andlitið á Óskarsverðlaununum um helgina.

Sjá einnig: Uppákoma á Óskarsverðlaununum: Will Smith sló Chris í nótt MYNDBAND

„Mér varð óglatt við að sjá standandi lófaklappið,“ sagði Carrey og átti við það þegar gestir Óskarsverðlaunahátíðarinnar stóðu upp og klöppuðu er Will Smith hlaut óskarsverðlaun fyrir besta leik í aðalhlutverki en nokkru áður hafði hann slegið Chris Rock í andlitið vegna ósmekklegs brandara sem Rock sagði um konu Smith. „Mér leið bara eins og Hollywood væri samansafn hryggleysingja og ég hugsaði bara „Ah, þetta er klárt merki um að við erum ekki lengur svali klúbburinn“.“

King sagði þá að sumir hefðu sagt; að ef þetta hefði verið einhver annar, hefði hann verið leiddur úr húsinu af öryggisvörðum eða handtekinn. „Hann hefði átt að vera það,“ svaraði Carrey.

Er King sagði að lögreglan hefði tilkynnt að Rock ætlaði sér ekki að kæra svaraði Carrey: „Hann nennir ekki veseninu. Ég hefði tilkynnt það strax morguninn eftir að ég ætlaði að kæra Smith og krefjast 200 milljóna dala vegna þess að þetta myndband verður á netinu að eilífu. Móðgunin mun lifa ansi lengi.“

- Auglýsing -

Sagði Carrey að honum hefði þótt það meira viðeigandi hjá Smith að hrópa úr salnum eða lýsa yfir vanþóknun sinni á Twitter eftir verðlaunin. „Þú hefur ekki rétt á því að ganga upp að einhverjum upp á svið og slá hann í andlitið af því að hann sagði orð.“

Sagðist Carrey ekki hafa neitt á móti Will Smith, hann óski honum alls hins besta og að hann hafi gert margar frábæra hluti en þetta var ekki eitt þeirra.  „Þetta skyggði á draumaaugnablik annarra vinningshafa kvöldsins. Margir lögðu þvílíka vinnu í að komast á þennan stað og eiga sinn dag í sólinni og fá þessi verðlaun. Þetta var eigingjarnt af Smith.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -