Föstudagur 27. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

Jóhann Páll fékk hjartaáfall en vildi ekki trufla læknana: „Svo fæ ég gangráð á föstudag“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Jæja það kom að því. Fékk hjartaáfall á miðvikudag en af hæversku minni vildi ég ekki trufla heilbrigðiskerfið fyrr en á þriðja degi sem var mjög heimskulegt,“ skrifar Jóhann Páll Valdimarsson, fyrrverandi bókaútgefandi, sem þverskallaðist við að leita til læknis eftir að hafa fundið fyrir hjartaverk. Hann var á tæpasta vaði þegar hann loksins leitaði sér hjálpar. Við komuna á spítalann var hann umsvifalaust settur í þræðingu sem leiddi hið sanna í ljós.

„Búið að þræða mig og svo fæ ég gangráð á föstudag. Lyfjatilraunir í gangi til að ná niður blóðþrýstingnum. Annars góður og vel um mig hugsað,“ skrifar Jóhann Páll á Facebook.

Jóhann Páll var um áratugaskeið farsæll bókaútgefandi en settist í helgan stein fyrir nokkrum árum. Hann hefur undanfarin ár ferðast um heiminn með eiginkonu sinni, Guðrúnu Sigfúsdóttur ritstjóra. Hjartaáfallið setur örlítið strik í þann reikning en hugur Jóhanns leitar af sjúkrabeðnum til útlanda.

„Ætti að komast í ný ferðalög í júní,“ skrifar hann.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -