Föstudagur 10. janúar, 2025
-0.2 C
Reykjavik

Johnny Depp vann málið gegn Heard: „Það besta á enn eftir að koma og nýr kafli hefur loks hafist“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Dómur féll í dag í meiðyrðamáli leikarans Johnny Depp gegn fyrrverandi eiginkonu sinni, leikkonunni Amber Heard.

Alls tók það kviðdóminn um það bil 14 klukkustundir að komast að þeirri niðurstöðu að Amber Heard hefði gerst sek um meiðyrði er hún skrifaði grein í Washington Post árið 2018 þar sem hún sagði frá ofbeldissambandi sem hún hafi átt í. Aldrei minntist hún á Depp en duldist það engum að átt var við hann.

Var kviðdómurinn sammála Depp að greinin hafi falið í sér meiðandi ásakanir í hans garð og að Heard hefði skrifað greinina af slæmum ásetningi. Voru honum greiddar 15 milljónir Bandaríkjadala í bætur eða tæpir tveir milljarðar króna en hann hafði krafist 50 milljóna.

Johnny fylgdist með úrskurðinum í gengum tölvuskjá en hann var staddur í Bretlandi við störf. Amber var í réttarsalnum og átti erfitt með að halda aftur af tárunum að því er virtist.

Mikil fagnaðarlæti brutust út fyrir utan dómshúsið er úrskurðurinn var lesinn upp en þar höfðu aðdáendur Depp safnast saman.

Heard stefndi Depp á móti í gangsök og fór fram á 100 milljón dollara skaðabætur fyrir rógsherferð sem hún segir að Depp hafi háð gegn henni. Féllst kviðdómurinn á part af kröfum Heard og var henni greiddar tvær milljónir í bætur eða 258 milljónir króna.

- Auglýsing -

Heard fær 2 milljónir

Depp fór fram á 50 milljónir dollara í skaðabætur, en Heard stefndi svo Depp á móti í gagnsök þar sem hún fór fram á 100 milljón dollara skaðabætur fyrir óhróðursherferð sem hún sagði Depp hafa háð gegn sér.

Kviðdómur féllst eins á hluta af kröfum Heard. Voru henni dæmdar annars vegar 2 milljónir Bandaríkjadala í bætur og hins vegar 0 krónur í það sem í bandaríkjunum kallast refsikenndar bætur (e. punitive), sem eru eins konar miskabætur sem eru dæmdar þegar um sérstaklega meiðandi háttsemi er að ræða. Til að setja það í samhengi skiptust bæturnar til Depp þannig að 10 milljónir Bandaríkjadala voru skaðabætur en 5 milljónir voru þessar svokölluðu refsikenndu bætur.

Johnny Depp birti yfirlýsingu á Instagram-reikningi sínum eftir að dómurinn var kveðinn upp. Hér má lesa þýðingu Vísis:

- Auglýsing -

„Fyrir sex árum síðan breyttist líf mitt, líf barnanna minna, líf þeirra sem standa mér næst og líf þeirra sem hafa staðið við bakið á mér og haft trú á mér. Allt á örskotsstundu

Rangar, alvarlegar og glæpsamlegar ásakanir voru bornar á mig í gegn um fjölmiðla, sem hrinti af stað hræðilegri atburðarrás, þó svo að ég hafi aldrei verið ákærður fyrir neitt. Þessar ásakanir fóru um heiminn allan á örskotsstundu og höfðu rosaleg áhrif á líf mitt og feril minn.

Sex árum síðar hefur kviðdómurinn gefið mér líf mitt aftur. Ég er mjög þakklátur.

Ákvörðun mín um að höfða þetta mál, þrátt fyrir að vita hve erfitt það yrði, var tekin eftir mikla íhugun.

Frá upphafi var markmiðið að varpa ljósi á sannleikann, sama hver niðurstaðan yrði. Ég skuldaði börnunum mínum, sem hafa staðið þétt við bakið á mér, það að segja sannleikann. Ég finn frið í hjarta mínu nú þegar mér hefur loks tekist þetta ætlunarverk.

Ég á engin orð yfir þann stuðning og ást sem fjöldi fólks um allan heim hefur sýnt mér. Ég vona að þessi vegferð mín muni hjálpa öðrum, karlmönnum og konum, sem hafa upplifað það sama og ég. Og ég vona að þau gefist aldrei upp. Ég vona líka að fólk líti nú svo á að fólk sé saklaust uns sekt sé sönnuð, bæði innan réttarkerfisins og í fjölmiðlum.

Ég vil þakka dómaranum fyrir hans mögnuðu vinnu, þakka kviðdómendunum, starfsmönnum dómsins og lögreglumönnunum sem hafa unnið að málinu. Ég vil sérstaklega þakka mínu frábæra lögmannateymi sem hefur staðið sig frábærlega og hjálpað mér að varpa ljósi á sannleikann.

Það besta á enn eftir að koma og nýr kafli hefur loks hafist.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -