Svikahrappur gerði einstaklega lélega tilraun til að hafa pening af Jóni Gnarr.
Jón Gnarr birti í morgun drepfyndna tilraun svikahrapps til að hafa af honum pening. Skilaboð svikahrappsins birti hann á Instagram og skrifar við póstinn: „ekki amalegt að fá svona páskaglaðning ! gamli góði Adrian ❤️“
Skilaboðin sem hann fékk frá svikahrappnum voru skrifuð á íslensku með hjálp þýðingarvélar og voru á þá leið að um væri að ræða bréf frá bankastýru ISBANK í Miklagarði (Istanbul) í Tyrklandi. Ættingi Jóns, Adrian Gnarr að nafni hafi látist í miðjum Covid-faraldrinum fyrir nokkrum árum og að bankastýran hafi leitað að eftirnafninu og fundið Jón. Ástæðan fyrir því að hún sendi bréfið var sú að Adrian var stór viðskiptavinur bankans og hefði átt himinháa upphæð í honum en að stjórn bankans viti ekki enn af peningunum. Stingur hún upp á því að senda Jóni fjárhæðina áður en stjórnendur bankans hirði hann. „Ég er ekki gráðugur maður, 50/50 fyrir þig og mig í sömu röð,“ skrifar bankastýran.
Ef Jón hefði fallið fyrir þessu plotti hefði hann sjálfsagt fyrst þurft að senda svikahrappnum pening svo hægt væri að leysa út peninginn, sem svo yrði aldrei gert. Svikahrappar sem þessir eru nokkuð algengir en Jón Gnarr og Sigurjón Kjartansson höfðu eins og frægt er, einn svikarann að háði og spotti á sínum tíma í útvarpsþætti sínum Tvíhöfði.
Hér má sjá hið arfaslaka svikaplott: