Jón Gnarr auglýsir ónotaðar nærbuxur á sölusíðu á Facebook.
Fáir eru jafn góðir í að koma sér á framfæri og Jón Gnarr. Sonur forsetaframbjóðandans keypti handa föður sínum nærbuxur í Ameríku en reyndust þær því miður of stórar. Brá þá Jón á það ráð að auglýsa nærbuxurnar á Brask og brall, sem er sölusíða á Facebook en brækurnar fást gefnar en hægt er að nálgast þær á kosningaskrifstofu Jóns í Aðalstræti 11.
Hér má lesa færslu Jóns:
„Sonur minn gaf mér nærbuxur sem hann keypti í Ameríku en þær eru of stórar, eru L en ég nota M. Mig langar því að gefa þær einhverjum sem getur notað þær. Þetta eru 6 stk ónotaðar nærbuxur. Áhugasamir geta sótt þær á kosningaskrifstofu mína á milli 3 og 6 í dag.“