- Auglýsing -
„æi hoppaðu bara uppí rassgatið á þér,“ skrifaði Jón Gnarr á Twitter þegar hann fékk tilkynningu frá YouTube myndbandaveitunni.
Skemmtikrafturinn og fyrrum borgarstjórinn Jón Gnarr hefur verið iðinn við að setja inn alls kyns myndskeið inn á YouTube en má þar helst nefna Fóstbræðra- og Tvíhöfðaþætti en nú er komið babb í bátinn. YouTube tilkynnti Jóni að Tvíhöfðaþættir hans innihaldi efni sem ekki henti áhorfendum yngri en 18 ára, því verði sett aldurstakmark á þættina. Þetta þýðir að líklegast muni áhorfið á þáttunum snarminnka, líkt og oft gerist þegar aldurstakmark er sett á myndskeið á YouTube.