Fimmtudagur 31. október, 2024
1.7 C
Reykjavik

Jón Gnarr heldur upp á hrekkjavöku sem Kári Stefánsson: „Ég stóðst ekki freistinguna“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Jón Gnarr ætlar að halda upp á hrekkjavöku í gervi Kára Stefánssonar.

Grínistinn Jón Gnarr segist í nýrri Facebook-færslu vera vanur að leika jólasvein fyrir barnabörnin um jólin en upp á síðkastið hafi eldri börnin þekkt hann og skemmt fyrir hinum. En Jón dó ekki ráðalaus heldur ákvað að finna sér góða grímu á netinu og sló inn leitarorðin old man latex mask eða gamall maður latex gríma upp á hið ylhýra. Niðurstaðan var ekki jólasveinn heldur enginn annar en Kári Stefánsson. Ákvað Jón því að nýta tækifærið og halda upp á hrekkjavöku sem brjálaður vísindamaður. Hér má sjá færsluna í heild sinni:

„Ég hef haft þann vana að leika jólasvein fyrir barnabörnin fyrir jólin, komið í heimsókn á aðfangadagsmorgun með látum og færandi gjafir. Það er yfirleitt hressandi og þau ýmist lömuð og starstruck eða skelfingu lostin. En svo hefur það gerst að eldri börnin þekkja mig og skemma gleðina. Til að fyrirbyggja það leitaði ég að latex grímu á amazon. Ég sló in leitarorðin old man latex mask. Og þá birtist þessi mjög svo uncanny niðurstaða. Ég stóðst ekki freistinguna og mun halda uppá daginn sem Kari Stefansson.

Gleðilega hrekkjavöku !“

Hér má svo sjá grímuna góðu og svo Jón í gervi Kára:

Jón Gnarr Stefánsson

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -