Jón Gnarr er kominn með nýtt húðflúr.
Leikarinn og fyrrum forsetaframbjóðandinn Jón Gnarr er kominn með glænýtt húðflúr og það af dýrari kantinum. Í dag, á þjóðhátíðardegi Íslendinga birti Jón ljósmynd af nýju tattúi, sem passar heldur betur við daginn. Við myndina birti hann eftirfarandi texta:
„Til hamingju með daginn elsku vinir. Elsta ritaða heimild þar sem orðið Ísland kemur fyrir er á þessum rúnasteini á Gotlandi og er talinn ristur fyrir um 1000 árum. Þetta er yngra fúþark. Þetta er í raun bara veggjakrot. Úlfur og Ormiga (nafn sem fengist víst seint samþykkt) nefna þarna nokkra staði sem þeir hafa líklega komið til; Serkland, Jórsalir og Ísland (Íslat).