Laugardagur 18. janúar, 2025
2.7 C
Reykjavik

Jón Gnarr og Edda Björgvins leika hjón: „Ég á fulla von á að þessir þættir muni slá í gegn“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Forsetaframbjóðandinn Jón Gnarr hefur heldur betur um nóg að snúast þessa dagana.

Jón Gnarr skrifaði færslu í morgun þar sem hann lýsti ansi stífri dagskrá sinni þessi dægrin en hann mun til að mynda brátt leika í nýjum sjónvarpsþáttum ásamt Eddu Björgvinsdóttur.

„Gærdagurinn var vel pakkaður af verkefnum. Byrjaði daginn á fyrsta samlestri á sjónvarpsþáttum sem ég er að gera ásamt Ragnari Bragasyni. Þeir heita Felix og Klara og fjalla um fullorðin hjón sem leikin eru af mér og Eddu Björgvinsdóttur. Síðast þegar við Raggi unnum saman þá gerðum við Vaktirnar og miðað við alla umgjörð og leikaraval þá á ég fulla von á að þessir þættir muni slá í gegn.“

Og þetta er ekki eina leikaraverkefni Jóns.

„Klukkan fjögur lá leiðin í Borgarleikhúsið þar sem verið er að setja upp leikritið And Björk of course sem ég hef verið að leika í fyrir norðan í vetur. Það verður sýnt í Borgarleikhúsinu út apríl. Við tókum æfingu og rennsli með tónlist og ljósum og æfðum innkomur og útgöngur til 22.00. Rétt fyrir átta fékk ég að skjótast fram ásamt Kolku Heimisdóttur kosningastjóra mínum til að henda tilkynningunni um forsetaframboðið í loftið. Og svo hélt æfingin bara áfram einsog ekkert hefði í skorist.“

Að lokum þakkaði Jón fyrir viðbrögðin sem hann hafi fengið eftir að hafa tilkynnt um forsetaframboðið í gærkvöldi og benti fólki á að hægt er að styðja hann fjárhagslega á heimasíðu hans.

„Ég þakka fyrir þau góðu viðbrögð sem ég hef fengið, öll fallegu orðin og skilaboðin. Ef fólk vill styðja mig fjárhagslega, sem ég sannarlega þarfnast þá eru upplýsingar á heimasíðunni jongnarr.is. Annars hlakka ég bara mikið til þessarar ævintýraferðar og hlakka til að sjá ykkur öll og hitta á förnum vegi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -