Grínistinn og fyrrverandi borgarstjórinn Jón Gnarr veltir fyrir sér í Facebook-færslu í dag, hvort það væri ekki hægt að koma á nýju kerfi hér á landi þar sem fólk með kennitölu borgi vægara verð fyrir þjónustu á borð við sundlaugarnar, og ferðamenn sem hér eru sem gestir, borgi meira. „Íslenskar sundlaugar eru á heimsmælikvarða hvað varðar gæði og jafnvel nær því að teljast spa heldur en almenningslaugar.“ segir Jón meðal annars og bætir við: „Gætum við verið með eitthvað svona system sem gerði fólki með kennitölu kleift að borga minna en rukkaði gesti meira? Væri jafnvel hægt að styrkja allskonar rekstur með þessum hætt?“
Færsluna má lesa í heild sinni hér fyrir neðan:
„Við íbúar í þessu landi erum saman að reka þjóðarskútuna, fjármögnum innviði og niðurgreiðum ýmsa þjónustu, einsog td glæsilegar sundlaugar um allt land.