Mánudagur 18. nóvember, 2024
-4 C
Reykjavik

Jón greindist með sítrónustórt heilaæxli: „Þetta var rosa sjokk, þetta var bara eins og bílslys“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ég var ekkert þunglyndur, ég var bara með heilaæxli,“ segir veitingamaðurinn Jón Mýrdal sem greindist fyrir fjórum árum með risavaxið æxli í höfðinu. í vikunni hélt hann upp á fjögurra ára „afmæli“ eftir uppskurðinn.

Æxlið hafði grasserað í mörg ár og var farið að valda breyttri hegðun í fari og getu Jóns. Ýmis teikn og breytingar í fari Jóns voru farnar að gera vart við sig. Sjálfur lýsir hann sér sem orðheppnum og fljótum til svara, en það hafi verið farið. Hægst hefði verulega á öllu í fari hans og hann farinn að sofa mikið. Jón leitaði til lækna og fékk sobril og þunglyndislyf. Sjálfur taldi Jón og aðstandendur hans að hann væri orðinn þunglyndur og fann hann fyrir einkennum kulnunar.

Greining og aðdragandi aðgerðarinnar var snarpur. „Þetta var rosa sjokk, þetta var bara eins og bílslys,“ útskýrir Jón þegar hann er spurður út í viðbrögð aðstandanda og hans sjálfs „Ef ég hefði þurft að bíða í marga mánuði – þá hefði ég verið mjög kvíðinn.“

Eins og áður sagði fagnaði Jón því að 4 ár eru síðan að æxlið var fjarlægt. Af því tilefni ritaði hann sérstaka færslu á Facebook og endurbirti þá texta sem hann skrifaði ári eftir uppskurðinn:

„Í gær var stór afmælisdagur hjá mér en þá var ár síðan farið var með mig gufuruglaðan á bráðamóttökuna og ég myndaður og sítrónustórt heilaæxli kom í ljós. Ég var tekinn í bráðaheilauppskurð samdægurs og æxlið var fjarlægt. Ég man ekkert eftir þessu né seinustu 2-3 vikum fyrir uppskurð,“ segir Jón og bætir við:

- Auglýsing -

„Það er á þessum stundum sem maður þakkar fyrir góða fjölskyldu og trausta vini. Ég væri ekki á lífi ef það væri ekki fyrir ykkur kæra fólk. Minnsta álagið var á mér í þessu öllu enda alveg útá túni og man ekkert. Þetta ár hefur aðallega farið í að ná fullri heilsu og gengur það mjög vel og hefur eftirlit með mér verið minnkað og þarf ég bara að mæta í heilamyndatöku einu sinni á ári.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -