Föstudagur 27. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

Jón segist hafa sérkennilegan bókasmekk:„Mér finnst sérstaklega gaman að lesa um breiska snillinga“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Jón Gnarr segist ekki vera mikið fyrir skáldskap en detti þess í stað oft í „dellutímabil“ þar sem hann les allt sem hann kemst í.

Rithöfundurinn, leikarinn og fyrrum forsetaframbjóðandinn Jón Gnarr skrifaði skemmtilega færslu á Facebook þar sem hann talar um bókasmekk sinn, sem hann segir sérkennilegan.

„Ég les ekki mikið skáldskap. Mér finnst gaman að lesa um vísindi og fílósófíu og svo tek ég dellutímabil þar sem ég les allt sem hönd á festir um eitthvað afmarkað efni. Síðast var það hundar. Þá las ég allar helstu bækur um þjálfun og atferlisrannsóknir á hundum. Þaráður var það víkingaöldin sem átti hug minn allan. Ég hef sérkennilegan smekk.“

Þá segist Jón vera meiri Tolstoj maður en Dostajevský maður.

„Mér finnst sérstaklega gaman að lesa um breiska snillinga sem eru alltaf alveg við það að missa frá sér allt vit. Þegar kemur að skáldskap er ég miklu meiri Dostajevský maður en Tolstoy. Stríð og friður er einhver allra leiðinlegasta bók sem ég hef á ævinni plægt mig í gegnum. ( Kannski fyrir utan Biblíuna). En aftur á móti er óskáldskapur Tolstojs í miklum metum hjá mér. Þar á ég samleið með Wittgenstein, en það er maður sem er í sérlegu uppáhaldi hjá mér þótt ég botni lítið í kenningum hans.“

Að lokum fræðir hann Facebook-vini sína um það sem nú er á náttborði hans.

„Ég hef lítið náð að lesa það sem af er þessu ári vegna verkefna. En ein athyglisverðasta bókin sem ég las í fyrra var When we cease to understand the world. Sérstaklega naut ég þess að lesa um Heisenberg. Nú nýlega byrjaði ég að lesa The maniac eftir sama höfund. Hún er ekki ósvipuð hinni en talsvert þyngri og myrkari. Veit ekki alveg hvað mér finnst. Ég á ekki í neinum erfiðleikum með að henda frá mér bókum sem ég nenni ekki að lesa. Sjáum hvað setur.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -