Sunnudagur 12. janúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

Jonathan Pie kallaði Boris Johnson „gaslýsandi lygara og raggeit“ – Sjáðu myndbandið

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fréttafígúra lætur Boris Johnson heyra það í nýju myndskeiði sem birtist á YouTube í dag.

Kolbikarsvört skýrsla um lygar Boris Johnson, fyrrum forsætisráðherra Bretlands, hefur nú litið dagsins ljós en það var svokölluð forréttindanefnd þingsins gerði skýrsluna. Þar kemur fram að Johnson hafi lokið í Partygate málinu svokallaða en hann hélt fjöldi veisla í Downingstræti 10 á sama tíma og hann bannaði almenningi að safnast saman, vegna Covid-faraldursins.

Jonathan Pie er karakter sem leikinn er af breska grínistanum Tom Walker en í hlutverkinu þykist hann vera fréttamaður BBC sem hegðar sér afar vel fyrir framan myndavélina en gjörsamlega missir sig svo í vandlætingu á viðfangsefnum sínum þegar hann heldur að ekki sé verið að taka upp. Hafa margir stjórnmálamenn fengið rækilega á baukinn hjá Pie enda þykir hann skemmtilega hvass og segja það sem margir hugsa en þora ekki að segja.

Í nýjasta myndbandinu segir Pie að skýrslan sanni að Boris sé „helvítis lygari og örlítið heimskur“. Þá segir hann að forsætisráðherrann fyrrverandi hafi aldrei vílað fyrir sér að henta hverjum sem er undir rútuna ef það hentaði honum. Og Pie var ekki hættur. Sagði hann Boris einnig vera „raggeit og gaslýsandi poka af gasi, dulbúinn sem tragíska hetju“.

Myndbandið stórkostlega má horfa á hér að neðan:

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -