Miðvikudagur 15. janúar, 2025
6.1 C
Reykjavik

Júníus Meyvant sendir frá sér glænýtt lag: „Hugsa um uppeldið í Betel sem kom manni oft á óvart“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tónlistarmaðurinn Júníus Meyvant sendi frá sér nýtt lag í gær en það er af væntanlegri plötu hans. Segja má að þetta sé það fyrsta nýja frá honum í 3 ár á heimsvísu að undanskildum þeim tveimur íslensku lögum sem komu út aðeins á Íslandi á síðasta ári.

Lagið heitir Guru og er töluvert frábrugðið eldra efni Júníusar.
Nánari upplýsingar um útgáfu væntanlegrar plötu er að vænta seinna.
Sagan á bakvið lagið er skemmtileg eins og lesa má í umsögn Júníusar um lagið:

„Lagið Guru tekur mig aftur í tímann. Ég hugsa um uppeldið í Betel sem kom manni oft á óvart. Farands predikarar og andlegir leiðtogar sem fylltu mann von, gleði og þrá um eitthvað stórkostlegt. En einstaka sinnum kom líka fólk með sturlaða jaðarsýn á lífið. Í mínum huga voru þetta einhverskonar Gúrúar syndandi í villtum kenningum sem skildu oft eftir sig óþægilega þögn og miklar vangaveltur. Lagið tekur á því sanna og því falska.  Taktur og tilfinning lagsins byggist á endurtekningu sem róar hugann og leiðir mann í núið.“

Júníus Meyvant
Ljósmynd: Aðsend
Hægt er að hlusta á lagið á streymisveitum: https://juniusmeyvant.lnk.to/guru
Í gær hélt svo Júníus af stað í mánaðarlanga tónleikaferð þar sem hann mun fylgja og hita upp fyrir félaga sína í Kaleo um Evrópu.
Tónleikaferðin hefst í Berlin á laugardag og verða síðustu tónleikarnir í Grikklandi þann 6. júlí. Nánari upplýsingar um tónleikana í ferðinni má finna hér: https://juniusmeyvant.com/tour-dates

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -