Áhyggjur hafa aukist um hjónaband Justin og Hailey Bieber, eftir að Justin hætti að fylgja Hailey á Instagram.
Hjónin, sem eignuðust sitt fyrsta barn á síðasta ári, hafa verið í miðju vangaveltna í marga mánuði. Notendur samfélagsmiðla hafa undanfarið haldið því fram að hjónaband þeirra standi á brauðfótum, þrátt fyrir að þau hafi nýlega tekið á móti syninum Jack Blues í heiminn í sumar.
Nú hefur Justin bætt meiri olíu á eldinn með því að hætta að fylgja eiginkonu sinni á Instagram. Samkvæmt frétt Mirror finnst nafn Justins ekki þegar leitað er að fylgjendum Hailey. Hún fylgir þó enn eiginmanni sínum.
Aðdáendurnir urðu ringlaðir yfir þessu en einn þeirra skrifaði: „Hver gæti verið ástæðan? Hefur einhver hugmynd?“ Annar sagði: „Hún fylgir honum enn svo vonandi voru þetta mistök hjá Justin.“ Enn einn skrifaði: „Vonandi voru þetta mistök vegna þess að þau voru að eignast barn.“
Einn aðdáandi benti á að Justin hefði sent inn ljúf skilaboð um Hailey fyrir aðeins tveimur dögum síðan. Sagði hann: „Það er mjög greinilegt að þetta eru mistök þar sem hann sendi henni ljúf skilaboð um daginn, ég veit að margir halda áfram að óska eftir falli þessara tveggja og mér finnst það svo sorglegt.“
Í síðasta mánuði deildi Hailey færslu um „aðstæður sem þú hatar“. Hún skrifaði einfaldlega: „Ég til ykkar allra á veraldarvefnum“ ásamt myndbandi frá efnishöfundinum (e. content creator) eyegotthyme. Í myndbandinu sagði hann: „Þú hefur það ekki gott og það er í lagi. Þú hefur valið margar ákvarðanir sem hafa komið þér í aðstoður sem þú hatar.“
Justin deildi einnig nýlega myndbandi með textanum, „Foreldrasamvinnan (e. coparenting) er að mistakast, mjög mikið“, sem fékk einn notanda til að spyrja: Þannig að þau eru nú með foreldrasamvinnu (e. coparenting)? Af hverju er hann að senda þetta?“ Hailey hefur oft áður séð samband sitt við poppstjörnuna Justin verða miðpunkt slúðursins. „Fólk hefur látið mér líða svo illa með sambandið mitt frá fyrsta degi,“ sagði hún við W Magazine í fyrra.
„„Ó, þau eru að falla í sundur. Þau hata hvert annað. Þau eru að skilja. Það er eins og fólk vilji ekki trúa því að við séum hamingjusöm,“ sagði Hailey í viðtalinu og viðurkenndi að hún hefði reynt að láta eins og þetta særði hana ekki og að hún myndi venjast hatrinu með tímanum. Hins vegar bætti hún við: „En ég geri mér grein fyrir því að það er í raun aldrei minna sárt.“