Í kitlu (e. teaser) fyrir væntanlega seríu af hinum vinsælu stjónvarpsþáttum, Yellowstone, er að finna lag íslensku hljómsveitarinnar KALEO, en lagið heitir USA Today.
Í laginu, sem kom út fyrr í sumar, er að finna ádeilu á síendurteknar skotárasir í Bandaríkjunum. Yellowstone er ein vinsælasta sjónvarpssería Bandaríkjanna og er næsta sería, sem er sú fimmta og jafnframt sú síðasta, væntanleg í sýningar í nóvember í Bandaríkjunum.
Yellowstone er nútíma vestri sem fjallar um átök milli hópa meðfram sameiginlegum landamærum Yellowstone Dutton Ranch, stórs nautgripabúgarðs, Broken Rock Indian friðlandsins, Yellowstone þjóðgarðsins og landhönnuði. Stórleikarinn Kevin Costner leikur aðalhlutverkið en þar eru einnig leikarar á borð við Luke Grimes, Kelly Reilly, Wes Bentley, Cole Hauser, Kelsey Asbille og Gil Birmingham.
Hægt er að sjá kitluna hér að neðan.