Miðvikudagur 5. febrúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Kannabis mætir skorti á blóðvökva – Viðtal við sérfræðing á sviði líftækni og læknisfræði

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Árleg áætluð eftirspurn eftir blóðvökva hefur verið um 160 milljónir lítra en um 100 milljónum lítra hefur ekki mætt,“ segir Dr. Pavel Kubů, sérfræðingur á sviði líftækni og læknisfræði, en fyrirtæki hans, Plasma for People, hefur þróað tækni sem gæti gjörbylt heilbrigðiskerfinu eins og við þekkjum það í dag. Kubů sem er með doktorspróf í læknisfræði frá Charles háskólanum í Prag, höfuðborg Tékklands, var á Íslandi nýverið og kynnti byltingarkenndar rannsóknir sínar og þróun á blóðvökva sem unninn er úr fræjum kannabisplöntunnar. Fari sem horfir mun Plasma for People setja á markað lækningavöru sem gagnast mun milljónum manna um allan heim.

Kynning Kubů vakti mikla athygli á alþjóðlegri ráðstefnu sem Hampfélagið stóð nýverið fyrir, hvort sem var hjá heilbrigðisstarfsfólki eða hampbændum, en í afar einfölduðu máli snýst tæknin um að „hreinsa” próteinið edestín úr hampfræjum þannig að það nýtist í framleiðslu blóðvökva í stað próteinsins albúmín en það síðarnefnda er eingöngu hægt að fá með blóðgjöf. Prófanir hafi þegar farið fram á dýrum, þar á meðal öpum, og gefið mjög góða raun. Kubů ræddi ítarlega um aðferðina í Hampkastinu, umræðuþætti Hampfélagsins, og benti þar meðal annars á að framboð af blóðvökva sé af skornum skammti í heiminum, kostnaður við framleiðsluna hár og í raun nauðsynlegt að finna aðgengilega og sjálfbæra leið til að framleiða blóðvökva.

Blóðvökvi er mikið notaður við skurðaðgerðir og á gjörgæsludeildum, til dæmis vegna alvarlegra sýkinga og bruna. Kubů segir að með því að setja þessa mikilvægu lækningavöru Plasma for People á markað verð hægt að bæta bráðaþjónustu, árangur skurðaðgerða og meðferðir við langvinnum sjúkdómum. Um sé að ræða hagkvæma aðferð sem útrými skorti á blóðvökva í heilbrigðiskerfum landa heimsins. 

Kubů segir að tékkneskir vísindamenn hafi byrjað að rannsaka edestin á síðustu öld og að fyrirtækið hafi haldið áfram með þær rannsóknir. Plasma for People fékk einkaleyfi á vörunni árið 2008 og hefur þegar sett á markað fæðubótarefni, Bloody Vital, sem unnið úr hampfræjum með sömu aðferð. Hampfræ eru sannkölluð ofurfæða sem innihalda mikið magn af próteini og amínósýrum sem nauðsynlegar eru fyrir líkamann. Hér fyrir neðan má sjá viðtalið í heild sinni en en einnig má hlusta á hann á öllum helstu streymisveitum á borð við Spotify.

Sigurður Hólmar Jóhannesson, formaður Hampfélagsins, tók viðtalið við Pavel Kubů, Andri Karel skrifaði upp úr því og Mickael Lakhifi sá um tæknimál.

- Auglýsing -

Nánar má lesa um starfsemi Hampfélagsins á heimasíðunni hampfelagid.is en til að mynda verður aðalfundur félagsins haldinn um miðjan mánuðinn.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -