Mánudagur 28. október, 2024
4.4 C
Reykjavik

Kántrýstjarna flutti hræðilega útgáfu af þjóðsöng Bandaríkjanna – MYNDBAND

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kántrýsöngkonan Ingrid Andress stóð sig vægast sagt hræðilega þegar hún söng, eða gerði tilraun til þess að syngja þjóðsöng Bandaríkjanna við setningu hafnaboltakeppni í gærkvöldi.

Í gærkvöldi fór fram hin svokallaða Home Run Derby 2024 keppnin fram í Globe Life Field vellinum í Arlinton, Texas. Þar er keppt í svokölluðu heimahlaupi, eða home run eins og það heitir upp á ensku. Eins og öllum öðrum stórum íþróttaviðburðum í Bandaríkjunum var fenginn þekktur söngvari til að flytja þjóðsöng landsins. Í þetta skiptið var það Kantrýsöngkonan Ingrid Andress en hún hefur fjórum sinnum verið tilnefnd til Grammy-verðlaunanna.

Frammistaða Andress þótti vægast sagt hræðileg en netverjar Vestanhafs hafa keppst við að koma með besta brandarann um sönginn. Einn þeirra sagði að söngkonan Fergie gæti nú loks afhent Andress titilinn fyrir versta flutning á þjóðsönginum sem hún hafði sjálf hlotið árið 2018 er hún söng á stjörnuleik NBA.

Andress (32) sló í gegn með smáskífunni More Hearts Than Mine árið 2019 og með plötum sínum Lady Like og Good Person. Hún hitaði upp fyrir ýmsa listamenn eins og til dæmis á tónleikaferðalagi Keith Urban árið 2022 og túraði einnig á eigin tónleikaferðalögum.

Hér má hlusta á skelfilegan söng Andress frá því í gær:

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -