Dorrit Moussaieff, fyrrverandi forsetafrú Íslands hefur endurheim rokdýra Loius Vuitton kápuna sína sem týndist í desember. Hafði Dorrit auglýst eftir henni á Instagram reikningi sínum líkt og frægt er orðið. Lofaði hún fundarlaunum en Kápan er keypt árið 2004 en er að seljast í endursölu á netinu á um 3,5 milljónir króna.
Í nýjustu færslu Dorritar, sem stödd er í Lundúnum þessi misserin, birtir hún ljósmynd af sér í kápunni fallegu með herramanni nokkrum og skrifar við ljósmyndina að CCtv öryggismyndavélar væru ómissandi og þakkaði öllum sem leituðu að kápunni. Kápan týndist í London í nóvember og hefur verið sárt saknað síðan. Ekki kemur fram hvort henni hafi verið stolið eða tekin í misgripum.
Aðdáendur Dorritar geta því andað léttar, nú þegar kápan er komin í leitirnar.