Sunnudagur 27. október, 2024
-1.2 C
Reykjavik

Karl Ágúst er hættur að horfa á fréttir: „Það hentar mér alveg prýðilega“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Karl Ágúst Úlfsson er alveg hættur að fylgjast með fréttunum og líður bara vel með það.

Listamaðurinn ástsæli, Karl Ágúst Úlfsson rifjar upp í nýlegri Facebook-færslu atriði sem hann samdi og flutti í Áramótaskaupinu 1986. Í atriðinu rappar Karl Ágúst ádeilu á fjölmiðlaæði Íslendinga.

„Nú eru umtalsverðir áratugir síðan ég samdi og flutti þetta atriði í Áramótaskaupi. Þá fannst mér það fjölmiðlafár og -della sem ríkjandi var skrambi hlægileg og eiginlega svolítið ógnvekjandi. Ekki gat mig grunað að fáeinum árum seinna ætti ég ekki annarra kosta völ en að fylgjast óhemjulega náið með öllum fjölmiðlum landsins svo engin einasta frétt eða viðburður færi framhjá mér. Og þið megið giska á ástæðuna fyrir því.“

Segir Karl Ágúst að hann hafi sennilega skaðast af því að fylgjast svona náið með öllum fréttum, bæði líkamlega og andlega.

„Þetta hlægilega og ógnvekjandi settist sumsé að í heilabúinu og þar með líka ljóðlínan „Ég er að missa vitið.“ Ég missti kannski ekki vitið – ekki alveg og ekki endanlega – en ég hef grun um að fjölmiðlayfirlegan hafi skaðað mig á ýmsan hátt, líkamlegan og andlegan, sem ég ætla ekki að ræða frekar hér og nú.“

Að lokum segist Karl Ágúst vera nánast alveg hættur að fylgjast með fréttum.

- Auglýsing -

„En nú er ég sumsé nánast hættur að fylgjast með fréttum. Af og til fæ ég mína nánustu til að endursegja mér helstu tíðindin af pólitík, samfélagi og umheimi. Við veltum þeim kannski fyrir okkur saman svolitla stund og leiðum svo talið að öðru. Skömmu síðar er ég yfirleitt búinn að gleyma því hvað sé að frétta. Það hentar mér alveg prýðilega.“

Hér má sjá hið stórkostlega rapppönk atriði Karls Ágústs:

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -