Laugardagur 21. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Karl Ágúst glímir við eftirköst vegna heilaæxlisins: „Get ómögulega munað hvað hann eða hún heitir“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Karl Ágúst Úlfsson, leikari og rithöfundur, glímir við eftirköst þess að hafa fengið heilaæxli á stærð við golfkúlu. Hann, sem er þekktastur sem einn lykilmanna Spaugstofunnar, lýsir afleiðingunum af einlægni í hlaðvarpinu Kalda pottinum.

Karl fór í aðgerð fyrir tveimur árum þar sem æxlið var fjarlægt. Hann segir orðaforða sinn hafa minnkað um 75 prósent og hann eigi í dag erfitt með að muna nöfn.  „Þegar ég var að tala vantaði mig bara orð yfir það sem ég ætlaði að tala um. Ég bara fann þau ekki. Iðulega notaði ég vitlaus orð og fattaði það sjálfur strax en fann ekki réttu orðin,“ segir Karl Ágúst.

Hann fór í þjálfun hjá minnisþjálfara þar sem staðfest var að minni leikarans var mjög skert. Þjálfarinn bað Karl að skrifa niður nöfn á 10 bifreiðategundum.

„Ég skrifaði efst á blaðið Benz og svo mundi ég ekki meira. Sjálfur átti ég samt þrjá bíla, Land Rover, Toyota og Chevrolet en ég mundi ekkert af þessu.“

Karl Ágúst lýsir því að hann hafi náð góðum framförum eftir veikindin. Eftir situr þó að hann á erfitt með að muna rétt orð. Karl nefnir sem dæmi að eitt sinn hafi hann ætlað að segja frá því að móðir hans glímdi við mígreni. Hann mundi ekki orðið heldur lýsti því sem ástandi þar sem fólk fær hræðilegan höfuðverk. Viðmælandi hans spurði þá hvort hann meinti mígreni og Karl staðfesti það en örskömmu síðar hafði hann aftur gleymt orðinu. Nú man hann orðið með því að hugsa sér móður sína, sem heldur á greni og úr því flýgur mý.

Karl man hvað börn hans og vinir heita, en eftir því sem tengslin eru fjarlægar þá verður erfiðara að rifja upp nöfnin.

- Auglýsing -

„Ég man kannski andlitið og cirka hvernig ég á að þekkja þessa manneskju en get ómögulega munað hvað hann eða hún heitir,“ segir leikarinn góðkunni.

DV var með umfjöllun um þessi meinlegu örlög leikarans.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -