Miðvikudagur 5. febrúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Karl Ágúst leitar að týndu kvikmyndahandriti: „Skaði sem ég á erfitt með að sætta mig við“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Karl Ágúst Úlfsson leitar logandi ljósi að handriti að kvikmynd sem hann ætlaði sér að leikstýra um síðustu aldarmót.

Einn ástkærasti leikari þjóðarinnar, Karl Ágúst Úlfsson vill athuga hvort hann geti ekki fundið handrit að kvikmynd sem til stóð að hann myndi leikstýra um síðustu aldarmót en hann skrifaði handritið sjálfur. Fyrir handritið fékk hann tvívegis styrk sem og framleiðslustyrk úr Kvikmyndasjóði en neiddist svo til að skila styrkjunum þegar verkefnið varð að engu. Facebook-færsla Karls Ágústs um málið byrjar á eftirfarandi hátt:

„Kæru vinir, vandamenn, kunningjar og allir sem tengjast mér með einum eða öðrum hætti eða tengjast mér hreinlega ekki neitt.

Í kringum síðustu aldamót munaði hársbreidd að ég leikstýrði bíómyndinni DRAUMUR Í DÓS. Ég hafði skrifað handritið og fengið til þess tvívegis handritsstyrk og síðan fullan framleiðslustyrk úr Kvikmyndasjóði. Það var framleiðslufyrirtækið Saga film sem ætlaði að vinna þetta verkefni með mér. Síðan gerðist það af asnalegum ástæðum, sem ég ætla ekki að rekja hér og nú, að myndin varð aldrei að veruleika og ég skilaði styrknum í heild sinni til sjóðsins.“

Segir Karl Ágúst að hvernig sem leitað er, finnist handritið ekki. Því leyti hann til vina og vandamanna á Facebook og spyr hvort einhver lumi á handritinu. 

„Nú vill einnig svo asnalega til að umrætt handrit finnst ekki, hvernig sem leitað er, hvorki útprentað, inni á gömlum tölvudiskum eða í tölvupóstum til þeirra sem áttu og ætluðu að vinna að myndinni með mér. Að vísu hafa fleiri verk eftir mig glatast af ýmsum ástæðum (aðallega asnalegum), en þetta er ákaflega sérkennilegur skaði sem ég á erfitt með að sætta mig við.

- Auglýsing -

Þess vegna spyr ég: Er hugsanlegt að einhver lumi á DRAUMI Í DÓS í einhverju formi? Og ef svo ólíklega vill til: Væri sama manneskja fáanleg til að lána mér það í svolitla stund?

Annað var það nú ekki í þetta sinn.“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -