Mánudagur 13. janúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

Karlakór Steinunnar Ólínu og Möggu Stínu: „Ég efast ekki um það eina mínútu að við getum það“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leik- og sjónvarpskona rifjaði upp bráðsmellið myndband sem hún birti á Facebook árið 2019. Þar má sá Steinunni og Möggu Stínu söngkonu taka karlakórsæfingu.

„Það var að koma fyrirspurn um það og ég ætla bara að bera hana undir þig, hvort að þú værir til í það að við kæmum fram sem karlakór, hefðirðu áhuga á því eða heldurðu að við gætum komið fram sem karlakór?“ sagði Steinunn í upphafi myndbandsins. Magga Stína var hugsi um stund en svaraði svo: „Ég efast ekki um það eina mínútu að við getum það.“

Þær stallsystur byrjuðu svo að syngja hið fallega lag Inga T. Lárussonar við ljóð Jónasar Hallgrímssonar, Ég bið að heilsa, með eins djúpri röddu og þær réðu við. Útkoman er ekkert annað en drepfyndin.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -