Á miðvikudagsmorgun hélt Kate Middleton, hertogaynjan af Cambridge til höfuðstöðva Shout.
Kate var glæsileg að vana í dökkgrænum Derek Lam kjól með hlébarðamynstri og hnéháum stígvélum.
Erlendir slúðurmiðlar tóku eftir eyrnalokkum hertogynjunnar sem eru frá vefverslunni ASOS og kosta aðeins 1.700 krónur íslenskar.
Tilefni heimsóknarinnar var frábær áfangi fyrirtækisins sem hafði nýverið aðstoðað eina milljón manns með þjónustu sinni.
Shout er eina stuðningsþjónustan fyrir textaskilaboð í Bretlandi og er opið allan sólarhringinn. Shout býður upp á ókeypis ráðgjöf og stuðning fyrir einstaklinga sem þjást af kvíða, þunglyndi, stressi og í alvarlegustu tilfellum sjálfsvígshugsunum.
Hertogynjan er þekkt fyrir virkan þátt sinn í góðgerðarstarfsemi líkt og Díana prinsessa heitin.