Föstudagur 3. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Kate prinsessa á spítala

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Prinsessan Kate Middleton gekkst undir kviðarholsaðgerð fyrr í vikunni en Mirror fjallaði um málið í morgun. Kate, sem er 42 ára, er mikil íþróttakona og hefur í gegnum tíðina stundað bæði hlaup og tennis en einnig hefur hún sést spila íshokkí og síga niður kletta í klettaklifri. Svo virðist sem eitthvað hafi bjátað á hjá prinsessunni en samkvæmt heimildum Mirror mun hún þurfa að dvelja á sjúkrahúsi í 10 til 14 daga eftir aðgerðina. Þá mun hún þurfa að taka sér tveggja mánaða frí frá öllum störfum og erindagjörðum.

Ekki liggur fyrir hvað það er sem angraði Kate en búist er við að hún muni að lokum ræða vandamálið opinberlega. Þá hefur hún alla tíð talað opinskátt um geðheilbrigðismál og heilsu.

Í yfirlýsingu frá Kensington höll kemur fram að hún voni að almenningur komi til með að skilja forgangsröðun hennar á þessum tíma og löngun hennar til þess að viðhalda eins eðlilegu ástandi og hægt er, fyrir börnin hennar þrjú.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -