Fimmtudagur 26. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Katrín fagnar merkum áfanga í dag: „Þetta 15 ára ferðalag hefur verið viðburðaríkt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og eiginmaður hennar, Gunnar Sigvaldason, fagna í dag 15 ára brúðkaupsafmæli sínu og þar með svokölluðu „kristallsbrúðkaupi“. Ráðherrann segist vera þakklát alla daga og margar hjónabandsstundirnar geri „lífið svo mergjað“
Katrín segir sjálf frá hinum merka á Facebook-síðu sinni og kemur þar meðal annars inn á hvað það er sem tekur stundum á í sambandi þeirra hjóna.
Við giftum okkur nokkuð skyndilega árið 2007 og sögðum örfáum frá þeirri àkvörðun, ég var þá komin á steypirinn og sonur 2 kom í heiminn á gamlársdag sama ár. Við giftum okkur hjá Sýslumanni og fórum svo með elsta syninum á Hornið og Ísbúð Vesturbæjar. Við komumst að því þetta kvöld að líklega væri barnið með mjólkuofnæmi þar sem brúðkaupsnóttin fór i að hjálpa gubbandi tveggja ára barni sem hafði fengið sér ótæpilega af ís.
En fall er fararheill og þetta 15 ára ferðalag hefur verið viðburðaríkt, stundum erfitt, oft skemmtilegt en fyrst og fremst farsælt.
Þessa mynd birti Katrín með færslu sinni á Facebook.
Verstu stundirnar eigum við þegar við setjum saman húsgögn eða erum saman í bíl því við eigum það sameiginlegt að vita allt best. Bestu stundirnar eru þegar við hlæjum saman að einhverri vitleysu sem við gerum sem betur fer oft – og alltaf eftir þessar erfiðu stundir!
Við sýndum til dæmis nokkra snilldartakta núna á laugardaginn þegar mér fannst það góð hugmynd að keyra í ófærð og stórhríð til að græja nokkrar jólagjafir. Eftir afar hægan akstur úr Vesturbæ í Kringluna þar sem ég tók mitt hlutverk sem aðstoðarökumaður mjög alvarlega við litlar vinsældir vorum við sammála um að þetta hefði mögulega ekki verið frábær hugmynd! Eftir að hafa komist klakklaust heim enduðum við á kafi í snjómokstri (á meðan enn kyngdi niður snjó) þar sem við vissum að sjálfsögðu bæði best hvernig ætti nákvæmlega að moka snjó með sem skilvirkustum hætti og þessi mynd er tekin í miðju því samtali.
Það eru allar þessar stundir sem láta kannski ekki mikið yfir sér en sem ég er þakklát fyrir alla daga og gera lífið svo mergjað.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -