- Auglýsing -
Rapparinn Kayne West og arkitektinn Bianca Censori eru hætt saman samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs en þau giftu sig í janúar árið 2023.
West er þessa stundina einn umdeildasti listamaður heims í dag en hann mætti ásamt Censori á Grammy hátíðina þar sem hún var svo gott sem nakin og telja flestir að West hafi tekið einhliðina ákvörðun um það. Þá hefur hann ítrekað lýst yfir stuðningi sínum við nasista og setti nýverið klæðnað með hakakrossinum í sölu.
Samkvæmt fjölmiðlum hafa þau bæði leitað ráða hjá skilnaðarlögfræðingum og talið aðeins tímaspursmál hvenær skilnaðurinn gengur í gegn.