Kevin Bacon er ekki aðeins afburðaleikari, heldur er hann harðduglegur bóndi og bráðskemmtilegur á samfélagsmiðlum. Já og auðvitað hörku tónlistarmaður.
Bacon, sem þekktastur er fyrir hlutverk sín í kvikmyndum á borð við Footloose, Tremors, Sleepers, Mystic River, The Woodsman og svo mörgum fleirum. Þá er hann einnig liðtækur gítarleikari og söngvari en hann er í hljómsveitinni The Bacon Brothers ásamt bróður sínum Michael. Kevin og eiginkona hans, leikkonan Kyra Sedgwick, reka búgarð í Connecticut þar sem þau eru með fjöldi dýra. Hjónin eru dugleg að leyfa fylgjendum sínum á samfélagsmiðlum að fylgjast með bústörfunum, í skemmtilegum myndböndum.
Kevin birti eftirfarandi myndband þar sem hann bíður nýjustu kjúklingana velkomna með því að syngja Bruce Springsteen lag með vinum sínum. Hið skemmtilega myndband má sjá hér að neðan: