Í nýju viðtali og myndaseríu við tímaritið Bustle opnar raunveruleikastjarnan og fyrirsætan Khloé Kardashian sig um ýmsa hluti, meðal annars eigið óöryggi og fimmtugsaldurinn.
Í viðtalinu greinir hún frá því að hún muni gefa út sitt eigið ilmvatn á næsta ári. „Þetta er eitthvað sem ég hef alltaf viljað gera ein,“ sagði hún við Bustle. „Ég hef verið í samstarfi við systur mínar eða fyrrverandi eiginmann minn en ég var samt mjög taugaóstyrk að gera þetta sjálf. Það er mikil pressa en ég vil prófa nýja hluti,“ en að sögn fyrirsætunnar tók 18 mánuði að búa til ilminn og ber hann nafnið XO Khloé.
Hún segir að það hafi verið erfitt að finna nafn á hann, hún hafi varla getað fundið nöfn á eigin börn því það sé svo erfitt. Ilminum er ætla að vera sjálfsöruggur og kynþokkafullur en lætur á sama tíma lítið fyrir sér fara. Khloé ræddi einnig um dásemdir þess að eldast.
„Þegar maður er ungur halda allir að 40 ára sé gamalt en nú hugsa ég „Bíddu…mér líður svo vel.“ Ég hef aldrei verið í betra formi. Ég er að gera nýja hluti vinnulega séð. Ég hef aðeins verið fertug í hálft ár en það er algjörlega frábært. Mér er skítsama um hluti sem voru mikilvægir áður. Ég viljandi losaði mig við hluti og orku þegar ég var 39 ára gömul og vildi skilja þá eftir í fortíðinni. Það eru svo margir hlutir sem ég hef gert eftir að ég varð fertug að ég veit að fimmtugsaldurinn verður fokking stórkostlegur.“