Föstudagur 27. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Kim setur sjálfa sig í fyrsta sæti: Breyttur hugsunarháttur ein af ástæðum skilnaðarins við Kanye

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Raunveruleikastjarnan og athafnakonan Kim Kardashian hefur komist að því að eigin hamingja felist í því að setja sjálfa sig í fyrsta sæti og þ hafi hún verið að einbeita sér að síðustu tvö ár. 

People greinir frá því að Kim, sem er 41 árs gömul, hafi opnað sig í nýju forsíðuviðtali við Vogue sem kemur út í mars 2022, um hún hafi áður verið að leggja of mikla áherslu á að láta líf sitt snúast um að gleðja aðra. 

Hún segir að þetta breytta hugarfar hafi verið eitt af því sem olli skilnaði þeirra Kanye West. Hún segir það skipta öllu máli að vera heiðarlegur við sjálfan sig og átta sig á því hvað það raunverulega sé sem gerir mann hamingjusaman. 

Kim ætlar að vera „team me“ eins og hún kallar það en meiningin á bak við það hjá henni er að næra sig vel, hreyfa sig, hafa gaman af því sem hún er að gera, eyða meiri tíma með börnunum sínum og umvefja sig fólki sem lætur henni líða vel. 

Einnig ætlar Kim að leggja símann sinn meira frá sér og hætta að fylgja fólki á Instagram sem hún hefur ekki áhuga á að fylgjast með lengur. Hún ætlar líka að hætta að lesa athugasemdir fólks á samfélagsmiðlum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -