Mánudagur 6. janúar, 2025
-3.2 C
Reykjavik

Kolbrún þjáist af stanslausum sársauka: „Ég veit þetta hljómar eins og fáránlegasta lygasaga“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kolbrún Edda Jensen Björnsdóttir þrjáist af mjög sársaukafullum taugasjúkdómi og segir hún að hinn stöðugu sársauki sé svipi til sársauka við fæðingu og aflimun. Hún er 21 árs gömul og þarf að búa til hinn mikla sársauka út lífið.

Hendur Kolbrúnar brunnu illa eftir lime-safann og sólina.

Sjúkdómurinn hefur fengið íslenska heitið fjölþætt svæðisbundið verkjaheilkenni, einnig þekkt sem CRPS. Kolbrún Edda greindist með sjúkdóminn eftir að hún hlaut fágætan bruna eftir að hafa meðhöndlað lime-ávöxt í sólskini.

„Ég var meira og minna með lime safa á handarbökunum allan daginn og þar sem staðurinn er stútfullur af gluggum skein sólin á mig allan daginn og var sólin lágt á lofti með, sem kom seinna í ljós, mjög sterkum geislum. Ég veit þetta hljómar eins og fáránlegast lygasaga, en lime-safinn og sólin sama mynduðu einhver efnahskipti og brenndu upp báðar hendurnar á mér,“ segir hún í færslu á Facebook:

„Ég gat ekki sofið, ég gat ekki klætt mig, ég gat ekki eldað né borðað. Mamma flaug utan að landi til að mata mig og klæða, keyra mig til læknis og skipta á umbúðunum. Og ég hafði ekki hugmynd um að þessi bruni myndi fara að hafa áhrif á mig alla ævi.“ 

Sársaukanum lýsir Kolbrún Edda sem stanslausri brunatilfinningu, dofa eða stingjum eins og verið sé að bora í beinin. „Þetta er oft kallað Margarita Burn úti meðal barþjóna. Ég er með umbúðir sem minna á boxhanska og ber enn á mig græðandi krem á hverjum degi. Það er engin lækning við honum enn og þú veist ekki hvernig þetta fer,“ segir Kolbrún Edda.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -