Íbúi í Colorado slasaðist alvarlega eftir að dádýr réðst á hana á laugardagskvöldið síðasta. Konan(67) var stödd fyrir utan heimili sitt þegar árásagjarnt dádýr stangaði hana. Hún náði í kjölfarið að hlaupa aftur inn í húsið en hlaut hún opið sár á vinstri fæti og mjög slæman marblett á þeim hægri.

Stuttu eftir árásina sáust tvö karlkyns dádýr nálægt garði konunnar en algengt er að dýrin verði stygg á pörunartímabilinu. Dýralífsvörður á svæðinu taldi líklegt að dýrið hafi farið inn á lóð konunnar í leit að æti en fuglafóður var í garðinum. Konan hringdi í eiginmann sinn strax eftir áfallið og var hún flutt á sjúkrahús til aðhlynningar. Mikið mildi þykir að hún hafi ekki slasast verr en konan er á batavegi.