Lögmaðurinn og fyrrverandi þingkonan Helga Vala Helgadóttir skrifaði skemmtilega færslu á Facebook þar sem hún skrifar um óvænta gjöf sem ketti hennar, Júrí, barst í pósti frá fyrrverandi nágranna þeirra hjóna, í Vesturbænum. „Það er þetta sem gerir hverfi að góðu samfélagi. Í Vesturbænum njóta kettir sérstakrar virðingar, svo mikillar að eigendur þeirra eru gjarnan nefndir eftir þeim.“ Þannig hefst færsla Helgu Völu en með henni fylgja nokkrar ljósmyndir af gjöfinni og bréfinu sem henni fylgdi. Færslan heldur áfram:
„Þannig var Grímur eitt sinn ávarpaður sem pabbi Júrís í búðinni og nágrannar ræða meira saman um kettina en börnin. Í dag barst Júrí pakki. Við héldum að þarna væri mögulega nýjasta ólin sem hann týndi en það reyndist ekki vera. Þetta var kærleikskveðjugjöf fyrrum sambýlinga enda Júrí í opnu sambandi eins og við höfum rækilega orðið vör við.
Hér má sjá gjöfina góðu: