Fimmtudagur 26. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Labbi er dauðleiður á hátíðardagskrá RÚV: „Þessar eldgömlu döbbuðu jóla og hátíðarsjónvarpsmyndir“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Goðsögnin Labbi í Mánum er dauðleiður á síendursýndum jólamyndum Ríkisútvarpsins. Útvarpsmaðurinn Ólafur Páll Gunnarsson er honum ósammála.

Ólafur Þórarinsson eða Labbi í Mánum eins og hann er yfirleitt kallaður, skrifaði Facebook-færslu í gær þar sem hann jós úr skálum pirringsins vegna sjónvarpsefnisins sem RÚV bíður upp á um jólahátíðina.

Í færslunni veltir Labbi því fyrir sér hvort einhver horfi á „þessar eldgömlu döbbuðu jóla og hátíðasjónvarpsmyndir sem RUV býður upp á áratugi eftir áratugi“ og segist ekki minnast þess að nokkur þeirra sem hann hefur eytt jólunum með, hafi horft á þetta efni.

„Mig langar að varpa fram einni spurningu fyrir forvitnissakir. Er einhver mannvera sem horfir á þessar eldgömlu döbbuðu jóla og hátíðarsjónvarpsmyndir sem RUV býður upp á áratugi eftir áratugi? Ég hef flest jól verið með fólki frá nokkurra ára upp í ellibelgi eins og mig. Ekki minnist ég að neitt af þessu fólki, og kannski síst það yngra sem þetta virðist þó sniðið fyrir hafi staðnæmst yfir þessu myndefni svona tvo síðustu áratugina allavega. En fróðlegt að vita álit annara.“

Viðbrögðin við færslunni eru á ýmsa vegu en þó eru flestir á sama máli og tónlistarmaðurinn. Einn starfsmaður RÚV tók þó upp hanskann fyrir ríkisfjölmiðill en það var útvarpsmaðurinn Ólafur Páll Gunnarsson, Óli Palli.

Eftir að hafa bent á dagskrá sem honum fannst góð og verið svarað af konu sem vildi meina að þetta væri ekki nógu fjölskylduvænt og að unglingurinn á heimilinu hefði lítinn áhuga á Johnny King, svaraði Óli Palli:

- Auglýsing -

„Ég er nú bara neytandi eins og þú – finnst sjónvarpið yfirleitt það gott að ég myndi ekki vilja vera án þess – held hreinlega að það væri verra að búa á RÚV-lausu landi. Hér erum við að tala um línulega dagskrá og veit að fólkið sem starfar við að stilla upp dagskrá gerir það af góðum hug og vandar sig mikið. Rúv býður einmitt upp á þannig dagskrá yfirleitt að maður veit ekki hvort maður hefur gaman af þáttum eða myndum – fyrr en maður er búinn að horfa. Myndin um Johnny King er ný íslensk mynd sem hefur vakið athygli og hlotið verðlaun. Með því að sýna hana akkúrat í kvöld er RÚV að standa sig í stykkinu og “tikka” í mörg box-

a) Leggja áherslu á Íslenska menningu.
b) Sýna nýja íslenska kvikmynd.
c) Styðja við íslenska kvikmyndagerð.
d) Segja sögur af íslendingum.
Og svo framvegis.

Ef þú nennir alls ekki að horfa á myndina um Johnny King hlýtur þú að geta fundið eitthvað annað í spilara RÚV. Eða hvað?

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -