Vinir, grínistar, samleikarar og aðdáendur hafa ausið hjartnæmum minningarorðum sínum á samfélagsmiðlana eftir að fregnir af andláti gamanleikarans Richard Lewis bárust á dögunum.
Hinn ástsæli uppistandari og Curb Your Enthusiasm-stjarnan lést á þriðjudag, 76 ára að aldri.
„Grínistinn/leikarinn Richard Lewis lést friðsamlega á heimili sínu í Los Angeles í gærkvöldi eftir að hafa fengið hjartaáfall,“ segir í yfirlýsingu frá fulltrúa hans, Jeff Abraham, við ABC News.
„Konan hans, Joyce Lapinsky, þakkar öllum fyrir alla ástina, vináttuna og stuðninginn og biður um næði á þessum tíma.
Einn af þeim sem hafa minnst Lewis er grínistinn Larry David, ævilangur vinur Lewis.
„Ég og Richard fæddumst með þriggja daga millibili á sama sjúkrahúsi og mestan hluta ævinnar hefur hann verið mér eins og bróðir,“ skrifaði David í yfirlýsingu á miðvikudag sem HBO deildi. „Hann hafði þessa sjaldgæfu blöndu af því að vera sá fyndnasti en jafnframt sá ljúfasti. En í dag fékk hann mig til að gráta og fyrir það mun ég aldrei fyrirgefa honum.“
Hér fyrir neðan má sjá brot úr hinum margverðlauna þætti Larry David, Curb Your Enthusiasm en þar leikur Larry og vinir hans ýktari útgáfur af sjálfum sér en flest atriðin eru spunnin á staðnum.