„Ég hefði aldrei getað ímyndað mér að þetta gæti gerst,’’ sagði Laufey Lín Jónsdóttir þegar hún tók við Grammy-verðlaunum í gærkvöldi. Laufey hlaut verðlaun í flokki hefðbundinnar popptónlistar, fyrir breiðskífu sína Bewitched. ,,Ég vil bara þakka teyminu á bakvið mig, foreldrum mínum og ömmum og öfum fyrir að kynna mig fyrir tónlist. Stærstu þakkirnar fær tvíburasystir mín Júnía sem er helsti stuðningsmaður minn og hefur hjálpað mér í gegnum þennan mest spennandi kafla í lífi mínu,“ sagði Laufey ánægð. Ólafur Arnalds var einnig tilnefndur til Grammy-verðlauna fyrir plötuna Some Kind of Peace í flokki nýaldartónlistar en verðlaunahátíðin var haldin í 66. skipti í Los Angeles.