Mánudagur 23. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Laufey Lin söng frumsamið lag hjá Jimmy Kimmel – Slær í gegn í Ameríku

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tónlistarkonan Laufey Lin Jónsdóttir kom fram í spjallþætti Jimmy Kimmel í gærkvöldi og flutti lagið sitt Like the Movies.

Söngkonan unga sló í gegn í Bandaríkjunum árið 2020 eftir að vinsælasta söngkona heims, Billie Eilish deildi flutningi hennar af lagi Billie, My Future á Instagram. Laufey hefur á undanförnum árum stundað nám í Berklee tónlistarskólanum í Boston.

Samkvæmt Vísi fóru fylgjendur að hrannast inn á Instagram síðu Laufeyjar eftir að Billie deildi söng hennar en nú telja fylgjendurnir 350 þúsund manns á TikTok og 264 þúsund á Instagram. Þá hlusta fleiri en 1,5 milljón manns á tónlist hennar á Spotify í hverjum mánuði.

Bandaríska tónlistarblaðið Rolling Stone fjallaði um fyrstu EP-plötu Laufeyjar í fyrra og var látið vel af henni þar. Hún er sem sagt smá saman að „meika það“ eins og sagt er á slæmri íslensku.

Á fimmtudagskvöldið söng hún svo í þætti hins vinsæla Jimmy Kimmel, Jimmy Kimmel Live. Hér fyrir neðan má sjá frammistöðu hennar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -