Föstudagur 10. janúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Leikarar úr Staupasteini minnast Kirstie Alley: „Ég mun sakna hennar mjög, mjög mikið“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Leikarar sem léku með Kirstie Alley í Staupasteini fyrir þrjátíu árum síðan, minnast hennar með hlýhug.

Tilkynnt var um andlát Kirstie Alley á mánudaginn en hún lést eftir stutta baráttu við ristilkrabbamein. Hún var 71 árs.

Alley kom inn í Staupastein í sjöttu seríunni en þær urðu 11 alls. Þar lék hún Rebeccu Howe en fyrir túlkun sína hlaut hún bæði Emmy og Golden Globe verðlaun.

Í gær minntist Ted Danson sem lék kvennabósann Sam Malone í Staupasteini, Alley.

„Ég var í flugvél í gær og gerði nokkuð sem ég geri venjulega ekki. Ég horfði á gamlan þátt af Staupasteini. Það var þátturinn þar sem Tom Berenger bað Kirstie að gifta sér en hún sagði ítrekað nei, þrátt fyrir að vilja endilega segja já. Kirstie var svo sannarlega frábær í þættinum,“ skrifaði hinn 74 ára leikari í tilkynningu til ET. Og hann hélt áfram: „Leikhæfileikar hennar þar sem hún leikur konu sem er á barmi taugaáfalls var bæði hrífandi og rífandi fyndið. Hún lét mig hlæja fyrir 30 árum er hún lék í þessari senu, og hún lét mig hlæja alveg jafnmikið í dag. Þegar ég kom úr flugvélinni heyrði ég að Kirstie hefði látist. Ég er svo sorgmæddur og svo þakklátur fyrir öll skiptin þar sem hún fékk mig til að hlæja. Ég sendi ástarkveðjur til barna hennar. Eins og þau vita vel þá var móðir þeirra með hjarta úr gulli. Ég mun sakna hennar.“

Kelsey Grammer sem lék sálfræðinginn Frasier Crane í Staupasteini og í hliðarþáttunum Frasier heiðraði einnig minningu Alley í yfirlýsingu sem hann sendi ET:

„Ég hef alltaf trúað því að sorg vegna opinberrar persónu er einkamál, en ég get sagt að ég elskaði hana.“

- Auglýsing -

Rhea Perlman, sem lék hina lágvöxnu og fljótfærnu Carla Tortelli í Staupasteini skrifaði um tengslin sem hún átti við Alley og sameiginlega ást þeirra á börnunum.

„Kirstie var einstök og yndisleg manneskja og vinur. Lífsleði hennar var óþrjótandi. Við urðum næstum því samstundis vinkonur þegar hún byrjaði að leika í Staupasteini,“ sagði hin 74 ára leikkona í samtali við ET. „Hún elskaði börn og börnin mín elskuðu hana líka. Við vorum með gistinætur heima hjá henni með ratleikjum sem hún bjó til. Hún hélt stærðarinnar Halloween- og páskaveislur og bauð öllu starfsfólki þáttanna og fjölskyldum þeirra. Ég hef aldrei hitt nokkra eins og hana. Ég finn fyrir þakklæti að hafa þekkt hana. Ég mun sakna hennar mjög, mjög mikið.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -