Sunnudagur 12. janúar, 2025
5.8 C
Reykjavik

Leikari úr Murphy Brown er látinn: „Hrein unun að horfa á hann“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Leikarinn Charles Kimbrough er látinn, 86 ára að aldri. Þekktastur er hann fyrir hlutverk sitt í hinum geysivinsælu gamanþáttum Murphy Brown með Candice Bergen í fararbroddi.

Samkvæmt fjölskyldu Kimbrough, lést hann af náttúrulegum orsökum þann 11. janúar á South California Spítalanum í Culver-borg í Kaliforníuríki. Fjölmiðlar vestanhafs kveiktu þó ekki á perunni fyrr en í gær.

Umboðsmaður Kimbrough, Donna Massetti sagði eftirfarandi í yfirlýsingu: „Við syrgjum andlát Charles Kimbrough, skjólstæðings og vinar í yfir 30 ár. Hvort sem hann var á sviði eða fyrir framan myndatökuvélarnar, var hrein unun að horfa á hann.“

Túlkun Kimbrough á hinum beinskeytta fréttaþul, Jim Dial í Murphy Brown, landaði honum tilnefningu til Emmy-verðlaunanna fyrir besta aukahlutverkið í gamanþáttum árið 1990. Þættirnir, sem nutu mikilla vinsælda um heim allan, þar á meðal á Íslandi, voru sýndir frá 1988 tiil 1998 og svo endurvaktir fyrir eina seríu árið 2018. Lék hann í öllum 247 þáttunum þau tíu ár sem þættirnir voru sýndir og lék í þremur þáttum árið 2018. Þá var hann einnig vel metinn sviðsleikari.

Kimbrough lætur eftir sig son sinn John, afastelpuna Cody, systurina Lindu, frænda sinn Colin og stjúpdótturina Holly.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -