Fimmtudagur 2. janúar, 2025
-0.2 C
Reykjavik

Leikkona hvatti til vopnahlés á verðlaunaafhendingu: „Nú er skelfilegur tími að vera listamaður“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Á Canadian Screen Awards 2024 kvikmyndaverðlaununum fékk leikkonan og leikstjórinn Amrit Kaur verðlaun fyrir bestu frammistöðuna í aðalhlutverki (í flokki drama-mynda), fyrir kvikmynd Fawzia Mirza, The Queen of My Dreams. Þegar Kaur tók við verðlaununum á föstudaginn, sem mótleikari hennar, Hamza Haq afhenti henni, notaði Kaur tækifærið til að kalla opinberlega eftir vopnahléi á Gaza.

„Landnámið ýtti okkur á stað klofnings, þjóðarmorðs og nú lifa tvö samfélög sem einu sinni elskuðu hvort annað í algjörum fjandskap,“ sagði Kaur við mannfjöldann á Gala-veislunni. „Nú er skelfilegur tími að vera listamaður. Ég er hrædd. Ég er hrædd við að tjá mig. En þessi heiður minnir mig á að ég er listamaður.“

Kaur hélt áfram:

„Það að vera listamaður, það þýðir að það er mitt hlutverk að finna til og sýna samkennd. Og fyrir ykkur sem eruð að segja okkur listamönnum að tjá okkur ekki af ótta við að missa vinnu, af ótta við að missa starfsferilinn, af ótta við að missa orðspor, þá eruð þið að segja okkur að vera ekki listamenn. Ég vil segja við ykkur að ég er listamaður og ég neita að fórna og lifa í hatri mannkynsins. Vopnahléi strax! Fjáls Palestína!“

Sagt var frá málinu á Yahoo News.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -